Domin­os skýtur til baka á Þórarinn: „Þó sumir muni verr en aðrir“

Svo virðist vera sem for­svars­menn Domin­os hafi tekið um­mæli Þórarins Ævars­sonar, eig­anda hins nýja pizza­staðar Spaðans, ó­stinnt upp, að minnsta ef marka má nýjustu Face­book færslu pizza­keðjunnar.

Í færslunni sem birtist rétt eftir klukkan tvö í dag segist keðjan ætla að gefa 790 brauð­stangir. „Af hverju 790? Því það er ein­mitt verðið á stórum skammti á brauð­stöngum og þó sumir muni verr en aðrir er þetta sama verð og í fyrra,“ stendur í færslunni og er blikk­kall látinn fylgja.

Þarna er aug­ljós­lega brugðist við um­mælum Þórarinsí sam­tali við Morgun­blaðið í síðustu viku. Hann opnaði á dögunum Spaðann og hefur heitið því að bjóða allan sinn mat á sem lægsta verði, í stað þess að veita af og til af­slátt eða vera með til­boð.

Sagði hann að sinn helsti sam­keppnis­aðili, Domin­os, hefði strax brugðist við með lækkunum. Nefndi hann sér­stak­lega brauð­stangirnar.

Sagði hann að brauð­stangirnar hefðu kostað 1030 krónur á síðasta ári en síðar verið lækkaðar niður í 790 krónur eftir að það fréttist af opnun Spaðans.

Fleiri fréttir