„Delta af­brigðið er að breytast og breytir leik­reglunum í far­aldrinum“

Land­læknirinn Alma Möller segir Delta af­brigðið vera að breytast og breyta leik­reglunum í far­aldrinum. Þetta er meðal þess sem fram kom á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna nú fyrir skemmstu.

„Delta af­brigðið er að breytast og breytir leik­reglunum í far­aldrinum,“ sagði Alma. 96 manns hafa greinst smitaðir í dag.

Að­spurð að því hvort þurfi að herða enn frekar sagði Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill Þór­ólfs, að ekki væri tíma­bært að á­ætla hvort herða þurfi að­gerðir í ljósi smita. Þá hefur bak­varða­sveit verið virkjuð.

Ís­land verður appel­sínu­gult á korti sótt­varnar­stofnunar Evrópu á fimmtu­dag. Víðir segir ó­ljóst hvaða, ef ein­hverjar af­leiðingar það mun hafa.

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Viljans, spurði hversu mikil von­brigði það væru að þessi staða væri komin upp á landinu. Alma sagði þetta gífur­leg von­brigði en að þau væru enn sárari ef ekki hefðu svo margir farið í bólu­setningu. Bólu­setningin hefði ó­tví­ræð á­hrif á veikindi.

Þá spurði Björn hvort það væri aðal­lega ungt fólk að smitast vegna þess hve vítt og dreift það fer eða hvort að Jans­sen væri að klikka. Alma sagði það vera ungt fólk að smitast, alveg eins og í sumar­bylgjunni í fyrra.

„Það er unga fólkið sem er mest á ferinni. Auð­vitað höfum við á­kveðnar á­hyggjur af Jans­sen en samt ekki sann­gjarnt að dæma það út frá þessu. Eins og ég nefndi í inn­gangi er minna af upp­lýsingum um virkni Jans­sen gagn­vart Delta,“ segir Alma.

Kamilla segir það ekki svo fjarri lagi frá öðrum bólu­setningum. Rök­rétt sé að örva ó­næmis­kerfi þeirra sem fengu Jans­sen með öðrum skammti.

Alma segir mark­miðið til skemmri tíma að ná tökum yfir­sýn og fækka smitum. Að­gerðirnar séu ekki eins harðar og áður vegna bólu­setninga.