Davíð vill fá svör frá Svandísi um blóðgjöf samkynhneigðra

Sett er spurningamerki við tímasetningu ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð í Staksteinum Morgunblaðsins í dag. Gera má ráð fyrir að þar haldi Davíð Oddsson ritstjóri á penna en þar segir:

„Skyndi­leg­ur áhugi heil­brigðisráðherra á Blóðbank­an­um í aðdrag­anda kosn­inga hef­ur kallað á harða gagn­rýni yf­ir­lækn­is Blóðbank­ans sem finnst bank­inn orðinn „leik­mun­ur í ein­hverju kosn­inga­leik­riti“. Ekki er gott ef svo er, en það er því miður erfitt að verj­ast þeirri hugs­un miðað við tíma­setn­ing­ar og lýs­ing­ar yf­ir­lækn­is­ins.“

Er rifjað upp að Svandís hafi lagt fram drög að breytingunum í byrjun þessa mánaðar og hyggst klára reglu­gerðar­setn­ing­una áður en nýr ráðherra tek­ur við.

„Yf­ir­lækn­ir­inn hef­ur varað mjög við þeirri leið sem ráðherra vill fara og bend­ir meðal ann­ars á að taka þurfi upp ná­kvæm­ari skimun­araðferð til að tryggja ör­yggi blóðþega,“ segir í Staksteinum.

„Þess­um um­bót­um hafi ráðherra eng­an áhuga sýnt þó að þrenn fjár­lög séu liðin frá því að Blóðbank­inn fundaði með ráðherra um þessi mál.“

Er þá vitnað í orð yfirlæknisins sem telur þetta „al­gjör­lega óverj­andi“.

Kallað er eftir svörum frá Svandísi: „Ráðherra heil­brigðismála get­ur vita­skuld ekki gert blóðgjöf að kosn­inga­máli sínu óháð ör­yggi blóðþega. Hafi ráðherr­ann rök sem hnekkja sjón­ar­miðum yf­ir­lækn­is­ins verða þau að koma fram.“