Dásamleg bleik kökubúð og kampavínskaffihús opnar brátt í Smáralind

21. nóvember 2020
10:09
Fréttir & pistlar

Þessa dagana stendur Eva María Hallgrímsdóttir eigandi hjá Sætum Syndum í stórræðum. Það er mikil fagnaðarefni fyrir sælkera og kökuaðdáendur að Sæt­ar Synd­ir séu að opna úti­bú í Smáralind­inni þar sem hægt verður að kaupa dýrlegu kökurnar og kræsingar frá þeim.

„Mig hefur lengi langað að vera með litla pop up búð í Smáralindinni en
aldrei farið lengra með hugmyndina en að hugsa út í það. Svo fyrir svona
mánuði kom þessi möguleiki upp á að opna litla kökubúð í Smáralind og
það var eiginlega ekki annað hægt en að stökkva á tækifærið. Auðvitað er
maður meðvitaður um að það er heimsfaraldur í gangi og rekstur getur
verið erfiður en ég hef fulla trúa á hugmyndinni. Íslendingar eru
duglegir að gera vel við sig í mat og drykk og á meðan við getum ekkert
ferðast né hitt vini og vandamenn þá er augljóst að við erum að dekra
vel við okkur heima, verður nú að vera eitthvað skemmtilegt hjá fólki í
þessum breytta heimi ekki satt,“ segir Eva María eigandi hjá Sætum syndum.

Eva María Hallgrímsdóttir 20.jpg

Makkarónuturn að hætti Sætra Synda.

Hægt að gæða sér á kampavíni og makkarónum

Verðið þið með einhverjar nýjungar þegar þið opnið í Smáralindinni?
„Við munum vera með sömu vörur og við erum með í boði í búðinni okkar í
Hlíðasmára sem verður hægt að kippa með sér en svo verður fullt af nýjum
kræsingum. Þetta verður svona dásamlega falleg bleik kökubúð og svo
kampavínskaffihús þar sem hægt er að setjast niður og gæða sér á
kampavíni, makkarónum, góðum bjór og kökusneið ásamt fleiri vörum. High
tea-ið okkar er mjög vinsæl vara núna til að njóta heimavið en það
verður hægt að koma með vinunum og setjast og fá sér High tea meðal
annars. Við erum á fullu að standsetja rýmið en það er að mörgu að huga
þegar maður opnar svona rekstur. Bæði í standsetningum og leyfismálin og
þau geta tekið sinn tíma en það er í vinnslu og ég hef fullu trú á að
við getum tekið á móti gestum og gangandi í jólaglögg á aðventunni.“

High tea vinsælasta í dag

Hvaða sælkerakræsingar eru vinsælastar hjá Sætum Syndum þessa dagana?
„Vinsælustu vörurnar okkar þessa dagana eru High tea-ið okkar, Sörurnar,
makkarónurnar og veislubakkarnir. Fyrirtæki eru líka mjög dugleg að
kaupa gjafir handa starfsmönnum svo sem veislubakka, bollkökur og sörur
til að gleða sitt fólk en allar þessar vörur er hægt að fá
einstaklingspakkaðar sem er mikilvægt á Covid tímum.“

Eva María Hallgrímsdóttir 31 (1).jpg

Fagurlega skreyttar kökur sem gleðja auga og munn.

Árið 2020 hefur verið lærdómsríkt
Hvernig hefur gengið þetta herrans ár 2020?
„Árið hefur verið lærdómsríkt en inn á milli erfitt. Aðal söluvara Sætra
Synda í gegnum árin eru sérskreyttu kökurnar okkar sem fólk pantar
fyrir afmæli, fermingar, brúðkaup og önnur gleði tilefni en auðvitað
hefur verið lítið um veisluhöld síðan að þessi heimsfaraldur hófst og þá
urðum við bara að hugsa okkar rekstur upp á nýtt og koma með nýjungar en
það hefur gengi alveg ótrúlega vel. Ég er endalaust þakklát þó það sé
búið að vera gríðarlega vinna á manni við að halda fyrirtækinu gangandi
í gegnum þetta allt að það gangi allt vel, það er aðalatriðið að koma
fyrirtækinu vel í gegnum þetta. Við settum allt púður í kökubúðina okkar
og þær vörur þar þegar allar veislur duttu upp fyrir sig og höfum bætt
við fullt af nýjunum þar og fólk hefur tekið því vel. Fyrir páskana
komum við með skemmtilega vöru en það voru páskaegg sem krakkarnir
skreyttu sjálfir og sú hugmynd fékk alveg ótrúlega móttökur og verður
pottþétt endurtekin næstu páska en páskaeggin fékk ég frá Góu og hefði
þetta aldrei gengið nema án þeirrar samstarfs. Samstarf okkar Góu hélt
svo áfram en núna fyrir jólin kom út minn fyrsti jólabæklingur í
samstarfi við þau sem inniheldur uppskriftir af Triffli, smákökum, ís og
Aðventutertu en sá bæklingur er kominn í allar helstu matvöruverslanir á
landinu og er gefins. High tea-ið okkar er líka hugmynd sem kom upp á
þessum skrýtnu tímum og það er vara sem er komin til að vera.“

Styttist í frumsýningu stórfenglegri áramótaköku
Verður áramótakakan fyrir árið 2021 ekki stórfengleg?
„Áramótakakan okkar er alltaf gríðarlega vinsæl en kakan í ár verður
auðvitað að vera stórfengleg eftir þetta ár ekki satt. Við munum leggja
mikið púður í að gera hana stórkostlega, styttist í að við förum að
leggja höfuðuði í bleyti með útlit og bragð og munum við auglýsa hana
vel þegar nær dregur.“

Eva María Hallgrímsdóttir 36.jpg

Myndir Fréttablaðið/Hringbraut.