Dáist að Guðmundi Felix: „Alltaf þegar ég er leiður ætla ég að reyna að muna að hugsa til hans“

Það getur væntanlega enginn mótmælt því að það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með bataferli Guðmundar Felix Grétarssonar sem geggst undir handaágræðslu í frönsku borginni Lyon fyrir skemmstu.

Guðmundur Felix hefur haldið fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum upplýstum um bataferlið og er óhætt að segja að jákvæðnin sé í fyrirrúmi hjá honum. Með húmorinn og einlægnina að vopni hefur Guðmundur glatt marga landsmenn í miðjum COVID-19-faraldri og miðri jarðskjálftaóvissu.

Einn þeirra sem Guðmundur Felix hefur glatt er Guðmundur Jörundsson fatahönnuður. Hann segir á Twitter-síðu sinni eitthvað sem óhætt er að taka undir.

„Ef það er eitthvað eitt fallegt og stórkostlegt í miðjum heimsfaraldri og nú heimsendi með þessu jarðskjálftum þá er það þessi gæji. Nú þekki ég Guðmund Felix ekki neitt en ég bara er farinn að dýrka hann. Alltaf þegar ég er leiður ætla ég að reyna að muna að hugsa til hans.“

Sjá einnig:

Fal­legasta mynd dagsins: Guð­mundur Felix hitti loksins mömmu sína

Mynd dagsins: Guðmundur Felix hafði ástæðu til að fagna

Enn ein tímamótin hjá Guðmundi Felix: „Bara af því að ég get það“

Guðmundur Felix vinkar og sýnir nýju hendurnar: „Betri með hverjum deginum“