Dagfari
Föstudagur 12. ágúst 2016
Dagfari

Stjórnmálaferli illuga er lokið

Allir sem eitthvað fylgjast með pólitík á Íslandi vita að Illugi Gunnarsson, fráfarandi menntamálaráðherra, segir ósatt þegar hann heldur því fram að hann hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang núna vegna þess að hann vilji ekki vera lengur stjórnmálamaður.
Föstudagur 15. júlí 2016
Dagfari

Engin þjóðarsátt um gjafakvóta

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrvarandi alþingismaður, hjólar í þá sem hafa talað um að gera megi breytingar á kvótakefinu þannig að þjóðarsátt náist um það. Þetta gerir hann með skeleggri grein sem hann birti í málgagni sægreifanna, Morgunblaðinu. Þetta er kaldhæðnislegt og trúlega þaulhugsað af hálfu Kristins.
Miðvikudagur 13. júlí 2016
Dagfari

Ein þjóð – einn leiðtogi

Nú keppast ráðherrar Framsóknar við að sverja hinum fallna leiðtoga flokksins hollustueiða.
Þriðjudagur 12. júlí 2016
Dagfari

Reynt að koma illuga til sfs

Gerð hefur verið atlaga að helstu ráðamönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um að ráða Illuga Gunnarsson ráðherra í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vandræðum með Illuga vegna þess að hann er rúinn trausti meðal flokksmanna og kjósenda almennt vegna fjármálasukks í tengslum við Orka Energy eins og kunnugt er.
Miðvikudagur 6. júlí 2016
Dagfari

Ríkið hjálpar útgerðinni

Myndarlegustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru meðal allra flottustu og ríkustu fyrirtækjanna á Íslandi. Opinberar upplýsingar sýna að mörg þessara fyrirtækja skila árlega milljarða hagnaði, greiða sem betur fer drjúgan tekjuskatt og skila eigendum sínum miklum arði, mörgum milljörðum króna á ári þau öflugustu.
Föstudagur 1. júlí 2016
Dagfari

Forystukrísa í sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mun ekki hjálpa til við að leysa forystukrísuna í Sjálfstæðisflokknum með þátttöku sinni í prófkjöri flokksins í Reykjavík.