Daði fagnar viku í Rotter­dam: Nánast öruggt að Gagnamagnið fari í lokakeppnina

Daði Freyr og fé­lagar hans í Gagna­magninu eru um þessar mundir staddir í Rotter­dam í Hollandi fyrir Euro­vision en fyrra undan­úr­slita­kvöldið er næst­komandi þriðju­dag. Ís­lenska liðið stígur þó ekki á stokk fyrr en á seinna undan­úr­slitar­kvöldinu næst­komandi fimmtu­dag.

Gagna­magnið hefur verið að gera gríðar­lega góða hluti úti og hafa heillað blaða­menn upp úr skónum. Í færslu sem Daði birtir á Twitter vísar hann til þess að þau hafi nú verið úti í eina viku og birtir þar mynd af sér þar sem hann sést stilla sér upp fyrir framan blaða­menn.

Eins og staðan er í dag er ís­lenska liðið í fjórða sæti í veð­bönkunum og er þar sagt að það séu 8 prósent líkur á að Ís­land vinni keppnina. Ítalía er nú í fyrsta sæti með 21 prósent vinnings­líkur, Frakk­land í öðru með 20 prósent vinnings­líkur, og Malta í þriðja sæti með 12 prósent vinnings­líkur.

Nánast öruggt er að Ís­land komist á­fram í loka­keppnina á fimmtu­daginn, eða 92 prósent líkur. Á­huga­vert verður að sjá hvað ís­lenska liðið gerir þegar það stígur loksins á stokk í næstu viku.

Veðbankarnir eru með Íslandi í liði fyrir seinna undanúrslitakvöldið.