CO­VID-19-smit stað­fest á Land­spítala í gær­kvöldi

14. janúar 2021
08:02
Fréttir & pistlar

Inni­liggjandi sjúk­lingur á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítala (11EG) fékk já­kvætt svar við Co­vid-19 skimun um klukkan 20 í gær­kvöldi.

Í til­kynningu frá spítalanum segir að blóð- og krabba­meins­lækninga­deild hafi því verið lokað fyrir nýjum inn­lögnum, en er þó í fullri starf­semi. Um 30 sjúk­lingar og 20 starfs­menn verða skimaðir núna í morguns­árið og ættu fyrstu niður­stöður úr þeirri skimun að liggja fyrir um miðjan dag.

„Við­komandi ein­staklingar eru ýmist í sótt­kví eða vinnu­sótt­kví B þar til þær niður­stöður berast. Sam­hliða hefur verið gripið hefur verið til ítrustu sótt­varna­að­gerða á deildinni.“

Ekki liggur fyrir hvernig sjúk­lingurinn smitaðist, en þó er talið lík­legast að sjúk­lingurinn hafi þegar við inn­lögn verið smitaður. Smitrakning stendur yfir. Í tilkynningu frá spítalanum í morgun er áréttað að vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni, þá leiki enginn grunur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki.

Sjúk­lingurinn var lagður inn á 11EG síð­degis á þriðju­dag og leiddi skimun í ljós virkt Co­vid-19 smit á níunda tímanum í gær­kvöldi. Sjúk­lingurinn hefur verið fluttur á smit­sjúk­dóma­deild Land­spítala (A7) í Foss­vogi og settur í ein­angrun, vegna veikinda sinna.

Rúmur sólar­hringur er síðan Land­spítali þurfti að grípa til svipaðs við­bragðs vegna smits sem kom upp á hjarta­deild.

„Þetta eru al­var­legir at­burðir í starf­semi spítalans og við­bragðið í kjöl­farið því ætíð um­fangs­mikið og út­breitt. Aðrar deildir munu að­stoða 11EG eftir þörfum og vonir standa til þess að þjónusta spítalans við þennan við­kvæma sjúk­linga­hóp verði ó­rofin og hnökra­laus.“