Corona stóllinn hefur slegið rækilega í gegn

Corona stólinn frægi var hannaður af danska húsgagnahönnuðinum Paul Volther árið 1964, og hlaut samstundis mikla athygli. Stóllinn hlaut svo mikla athygli að hann sást iðulega bregða fyrir í kvikmyndum, tískusýningum og auglýsingum og gerði stólinn samstundis af hönnunartákni enda um einstaklega vandað og fallega hönnun að ræða. Upphafleg útgáfa stólsins var með eikarfótum en ári síðar var stóllinn endurútgefinn með stálfótum. Corona stóllinn og skemill eru í dag vinsælt val þeirra sem kjósa framúrskarandi gæði, mikil þægindi, fallega og tímalausa hönnun.

Corona stóllinn er fáanlegur í leðri bæði brúnu og svörtu og einnig í sérvöldum litum. Lífsstílverslunin Epal hefur meðal annars verið með hann til sölu.

M&H Corona stólinn 2.jpg

Tímalaus hönnunin og fágað yfirbragð stólsins laðar að augað.

M&H Corona stóllinn.jpg

Leðrið hefur ávallt verið vinsælt og hér má brúna litinn.

*Myndir aðsendar.