Controlant yrði 8. stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni

Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, er í yfirgripsmiklu viðtali í þættinum Stjórnandinn með Jóni G. sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21 og 23. Fyrirtækið er ekki skráð á markað en virði þess í viðskiptum á síðasta ári á gráa markaðnum fimmfaldaðist í verði og nemur virði Controlant núna á bilinu 90 til 100 milljarðar króna.

Þetta þýðir að ef fyrirtækið væri skráð í Kauphöllina yrði það í 8. sæti yfir stærsu fyrirtækin og yrði á sama róli og Eimskip.

Marel er stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni en virði þess um þessar mundir er í kringum 565 milljarðar króna. Virði Eimskips er um 95 milljarðar króna.

Þátturinn Stjórnandinn með Jóni G. hefur flust af mánudagskvöldum yfir á sunnudagskvöld kl. 21 og 23 og er endursýndur á tveggja tíma fresti fram að kvöldmat á mánudögum.