Byssu­maðurinn ekki talinn eiga sér sögu um neitt mis­jafnt: „Ein­göngu átt já­kvæð sam­skipti við hann“

Karl­maður á sjö­tugs­aldri sem hand­tekinn var í gær vegna skot­á­rásarinnar í Mið­vangi 41 í gær­morgun er ekki talinn eiga sér sögu um neitt mis­jafnt. Þetta kemur fram í frétt Frétta­blaðsins.

Íbúi sem Frétta­blaðið ræddi við segir at­vikið í gær hafa komið al­gjör­lega í opna skjöldu.

Í­búinn segist ekki hafa vitað til þess að um­ræddur ein­stak­lingur ætti skot­vopn eða hafi haft að­gang að slíku. Hann hafi ein­göngu átt já­kvæð sam­skipti við manninn.

Maðurinn var í morgun úr­skurðaður í fjögurra vikna vistun á við­eig­andi stofnun í Héraðs­dómi Reykja­ness.

Mikill við­búnaður lög­reglu og sér­sveitarinnar var á svæðinu sem var allt af­girt en um­sátur lög­reglunnar stóð yfir í rúmar fjórar klukku­stundir áður en maðurinn gaf sig sjálf­viljugur fram um tuttugu mínútur yfir tólf í há­deginu í gær.

Mikið mildi þykir að ekki fór verr en maður og sex ára sonur hans voru í annarri bif­reiðinni sem skotið var á.

Maðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari