Bubbi vill loka landinu: „Landið er að verða eitt svöðu sár“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir að Ísland eigi að loka landinu, þar sem landið sé að verða eitt svöðu sár. Þetta segir hann í athugasemd við færslu, þar sem leiðsögumaður telur að Ísland sé að drukkna í erlendum ferðamönnum.

Leiðsögumaðurinn sagði á Facebook að hann hafi á tilfinningunni að Ísland sé að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar.

„Þetta er bara að verða of mikið núna. Röðin í á kaffihúsinu í Reynisfjöru nær oftast út fyrir húsið og ein af þessum pólsku sem vinna þar segist varla hafa náð að hvílast í tíu daga. Það er krökkt af fólki uppi við Sólheimajökul. Bensínstöðin á Hvolsvelli er yfirleitt stappfull af fólki. Stæðið við Geysi er sprungið, stæði við Skógafoss sömuleiðis … og svo framvegis. Hvernig verður þetta í sumar?“

Bubbi svarar færslunni með athugasemd og segir: „Loka landinu án gríns.“

Leiðsögumaðurinn svarar Bubba og segir að það sé kannski einum of.

Bubbi svarar: „Nei ég meina þetta en það mun aldrei verða landið er að verða eitt svöðusár.“

Fleiri fréttir