Bubbi spyr um dulna þöggun samfélagsins

Tónskáldið Bubbi Morthens hefur heldur betur skapað heitar umræður á Twitter með nýjustu vangaveltunum sínum.

Hann spyr: „Getur það verið að það sé einskonar dulin þöggun þegar konur beita kynferðisofbeldi eða fara yfir mörk? Bæði hjá fjölmiðlum og í samfélaginu?"

Því er svarað á ýmsa vegu, sumir virðast sammála og aðrir benda á aðrar aðstæður sem geta legið að baki.