Bubbi hjólar í Íslensku tónlistarverðlaunin: „Allir tala um það í bransanum“

„Held það sé komin tími á að stofna ný samtök fyrir veitingu verðlauna til íslenskra tónlistarmanna og kvenna. Íslensku tónlistarverðlaunin eru komin í svo mikið bull að maður gapir.“

Þetta skrifar Bubbi Morthens, einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann vill meina að ár eftir ár hafi vinsælstu lögin verið hunsuð.

Hann nefnir sem dæmi hina ástsælu GDRN og bræðurna vinsælu Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson. Bubbi vill meina að þau hafi átt að fá tilnefningar.

„Það hefur fjarað undan hátíðinni gegnum árin og allir tala um það í bransanum,“ skrifar Bubbi sem segist þó ekki vera að taka málinu persónulega, enda hafi hann sjálfur verið tilnefndur.

„Ef vinsælustu lög þjóðarinnar eru ekki tilnefnd ár eftir ár er þá verið refsa þeim fyrir vinsældir sínar.“ skrifar hann í lok færslu sinnar.