Brynjólfur og Jón harð­neita að stíga til hliðar þrátt fyrir ósk stjórnar: „Þær átta sig bara ekk­ert á því hvað þær eru að segja“

Jón Hjalta­son vara­bæjar­full­trúi Flokk fólksins ætlar að halda á­fram nefndar­störfum og Brynjólfur Ingvars­son, odd­viti Flokks fólks­ins á Ak­ur­eyri, ætlar ekki stíga til hliðar úr bæj­ar­­stjórn Ak­ur­eyr­ar þrátt fyr­ir ein­­dregna ósk stjórn­ar flokks­ins.

Þetta stað­festa þeir í sam­tali viðmbl.is

Stjórn Flokks fólks­ins greindi frá því gær þeir fé­lagar, Brynj­ólf­ur og Jón, sem skipaði þriðja sæti lista Flokks fólks­ins á Ak­ur­eyri, hefðu báðir sagt sig úr flokkn­um.

Í kjöl­farið hafi þeir fengið bréf þar sem var óskað eft­ir því að þeir stigu til hliðar svo aðrir full­­trú­ar flokks­ins gætu sinnt skyld­um sín­um gagn­vart kjós­end­um og gætt hags­muna þeirra.

Það ætla þeir hins vegar ekki að gera.

Í sam­tali viðmbl.is segir Jón að honum hafi maka­­laust hvernig for­yst­an, for­maður­inn Inga Sæ­land og vara­­for­maður­inn Guð­mund­ur Ingi, hafi vegið með þess­um hætti að flokks­­mönn­um.

„Að það skuli ekki vera nein­ir minnstu til­­b­urðir af þeirra hálfu til þess að leysa málið eða ein­hvern veg­inn að kom­ast að sann­­leik­an­um í mál­inu. Þeirra fram­koma öll gekk gjör­­sam­­lega fram af mér. Hvernig þess­ar kon­ur hafa fengið að vaða uppi með ó­sann­indi og raka­laus­ar full­yrðing­ar, þetta var bara gjör­­sam­­lega eitt­hvað sem kom mér á ó­vart og var ekki við­búið. Þetta var ó­þolandi fram­koma í einu orði sagt,“ segir jón við mbl.is.

Um miðjan mánuð sendu þrjár konur úr Flokki fólksins frá sér yfir­lýsingu um að þær hafi þær hafi sí­­fellt verið lít­ils­virt­ar og hunsaðar af karl­kyns for­ystu flokks­ins og að­stoðar­mönn­um henn­ar.

„Sum­ar okk­ar máttu sæta kyn­­ferðis­­legu á­reiti og virki­­lega ó­við­eig­andi fram­komu til við­bót­ar við að vera sagðar ekki starf­inu vaxn­ar og geð­veik­ar,“ sagði meðal ann­ars í yf­ir­­lýs­ing­unni.

Jón segir að það ekki duga til að í yfir­lýsingu stjórnar flokksins hafi komið fram að á­sak­an­ir um kyn­­ferðis­­legt á­reiti bein­ist ekki að hon­um og Brynj­ólfi held­ur ein­ung­is að Hjör­­leifi Hall­gríms Her­berts­­syni sem skipaði 22. sæti lista Flokks fólks­ins á Ak­ur­eyri.

Jón seg­ir kon­urn­ar ekki átta sig á al­var­­leika máls­ins, að þær hafi sakað þá um af­­skap­­lega gróft ein­elti.

„Það er eitt­hvað það versta þú get­ur sagt um nokk­urn mann að hann sé ein­elt­ari og kvik­indi og mann­hat­ari. Þær átta sig bara ekk­ert á því hvað þær eru að segja í raun og veru þegar þær segja að við höf­um beitt þær þessu of­beldi, þess­ari of­beld­is­fullu fram­komu eins og þær orða það,“ seg­ir Jón.