Brynjar um af­greiðslu þingsins á ríkis­borgara­rétti: „Ó­gagn­sæi, geð­þótta og gamal­dags fyrir­greiðslu­pólitík.“

„Ég hef fengið sér­stakt leyfi ráð­herra til að deila þessari grein. Hún er skrifuð í til­efni af að­för ein­stakra þing­manna að Út­lendinga­stofnun í ræðu­stól al­þingis undir fundar­stjórn for­seta í tengslum við af­greiðslu um­sókna um ríkis­borgara­rétt,“ skrifar Brynjar Níels­son, að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra, á face­book og deilir þar grein Jóns Gunnars­sonar, dóms­mála­ráð­herra.

„að er ekki mikill bragur á að vega að stofnunum í ræðu­stól þingsins með ó­sann­gjörnum og ó­mál­efna­legum hætti. En það sem vekur mesta at­hygli í um­ræðunni er að þing­menn, sem hafa tala hæst fyrir gagn­sæi og gegn spillingu skuli verja þetta fyrir­komu­lag Al­þingis á veitingu ríkis­borgara­réttar en það ein­kennist af ó­gagn­sæi, geð­þótta og gamal­dags fyrir­greiðslu­pólitík,“ bætir hann við.

Brynjar skorar á alla til að lesa greinina hans Jóns, ekki síst Ís­lands­deild Tran­s­paren­cy International, sem gengur undir nafninu Gagn­sæi.