Brynjar þarf að kveðja Facebook

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að kveðja Facebook, að minnsta kosti tímabundið.

Brynjar er mögulega einn helsti áhrifavaldur Íslendinga á miðlinum og er sjaldgæft ef færsla frá honum fær minna en 300 like. Hann hefur ekki setið á skoðunum sínum á Facebook og eru færslur hans oft lýsandi fyrir viðhorf stórs hluta þjóðarinnar.

Nú kveður Brynjar:

„Jæja, nú þarf ég að kveðja fésbókina tímabundið,“ segir hann í líklega síðustu færslu sinni í bili. „Í nýju djobbi er ekki gert ráð fyrir ábyrgðarlausu glensi á samfélagsmiðlum.“