Brynjar segir að honum sé alveg sama um fjölda undir­skrifta

„Fyrir mig sem þing­mann skiptir fjöldi undir­skrifta engu máli. Ég tek af­stöðu til mála eftir því hvort að ég tel þau skyn­sam­leg og til bóta fyrir land og þjóð,“ segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins.

Brynjar hefur að undan­förnu blandað sér í um­ræðuna um stjórnar­skrár­málið. Undir­skrifta­söfnun fyrir lög­festingu nýrrar stjórnar­skrár lauk á mið­nætti en þegar upp var staðið höfðu 43.423 undir­skriftir borist. Nú í há­deginu verður listinn af­hentur stjórn­völdum.

Brynjar gerir lítið úr þeim sem lögðu nafn sitt við listann.

„Nú segja fréttir að um 40 þúsund manns hafi ritað undir með raf­rænum hætti á­skorun um að þingið lög­festi stjórnar­skrá Stjórn­laga­ráðs eftir að hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Eru það einkum þeir sem barist hafa gegn hinu vest­ræna lýð­ræðis­skipu­lagi auk þeirra sem tekist hefur að blekkja að þjóðin hafi í þjóðar­at­kvæða­greiðslu sam­þykkt þessa stjórnar­skrá. Einnig nokkrir sem vilja ein­staka á­kvæði í plagginu án þess að velta fyrir sér öðru sem þar kemur fram.“

Brynjar segir í færslu sinni á Face­book að þessi undir­skriftalisti á vegum stjórnar­skrár­fé­lagsins segi honum lítið sem ekkert um þjóðar­viljann.

„Fyrir mig sem þing­mann skiptir fjöldi undir­skrifta engu máli. Ég tek af­stöðu til mála eftir því hvort að ég tel þau skyn­sam­leg og til bóta fyrir land og þjóð. Af­staða mín til þessarar stjórnar­skrár Stjórna­laga­ráðs er sú að hún sé ekki til bóta og í grund­vallar­at­riðum til skaða. Sum á­kvæði eru mein­laus orða­lags­breyting á gildandi stjórnar­skrá og önnur ýmist merkingar­laus eða ó­skýr en geta valdið mikilli réttar­ó­vissu. Verst er þó að­för að þing­ræðinu og hug­myndir höfunda um lýð­ræði, sem er til þess fallið að skapa upp­lausn og ó­vissu í stjórn­skipan landsins og sam­fé­laginu öllu,“ segir Brynjar sem segir að gott hefði verið fyrir þá sem skrifuðu undir að lesa álit Fen­eyjar­nefndarinnar á þessari stjórnar­skrá.

Brynjar segir þó að alls ekki allt í þessari stjórnar­skrá sé von­laust, þvert á móti. „Til að sýna að ég get verið já­kvæður eru í þessari stjórnar­skrá nokkrar hug­myndir sem hugsan­lega væri hægt að vinna með.“