Brynjar ó­sáttur: „Sýndar­mennskan æpir á mann í þessum mynd­böndum“

„Ein­hverra hluta vegna hefur alltaf verið auð­velt að fá þekkta ein­stak­linga úr lista og menningar­lífinu til að verja vondan mál­stað,“ segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í pistli á Vísi.

Þar skrifar Brynjar um stjórnar­skrár­málið svo­kallaða, en eins og margir les­endur hafa tekið eftir hefur staðið yfir her­ferð þar sem al­menningur leitar að nýju stjórnar­skránni sem samin var af stjórn­laga­ráði árið 2011 og þjóðin sam­þykkti. Brynjari finnst lítið til þessarar her­ferðar koma.

„Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og á­herslan er á ung­menni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjöl­far banka­hrunsins. Lík­legast er til árangurs er að nota sam­fé­lags­miðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig,“ segir Brynjar.

„Sýndar­mennskan æpir á mann í þessum mynd­böndum, auk þess að vera upp­full af stað­reynda­villum og van­þekkingu. Jafn neyðar­legt að horfa á þau og af­hendingu Grímu­verð­launa – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjú­tí­boxið,“ segir Brynjar sem hefur á­kveðin skila­boð til unga fólksins:

„Þessi „nýja stjórnar­skrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skað­leg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórn­lög eða meta hvaða af­leiðingar ein­stök á­kvæði gætu haft. Enda fór það svo að sér­fræðingar í Fen­eyjar­nefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnar­skrá í þeirri mynd sem stjórn­laga­ráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja síma­skráin, sem ein­hverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagn­legri,“ segir Brynjar meðal annars.

Lesa má pistil Brynjars í heild sinni hér.