Brynjar með eiginkonunni í Eyjum: „Ég er ekki að fara í dalinn ef þú heldur það“

Al­þingis­maðurinn Brynjar Níels­son ætlar að skella sér Vest­manna­eyja á­samt eigin­konu sinni, Arn­fríði Einars­dóttur Lands­réttar­dómara, um helgina.

Hann ætlar ekki að láta það á sig fá að það sé búið að af­lýsa Þjóð­há­tíð, enda hefur hann ekki mikinn á­huga á slíku.

„Ég er bara að fara til Eyja í dag. Kona mína er úr Eyjum,“ segir Brynjar sem stefnir ekki á það að heim­sækja Herjólfs­dal um helgina.

„Ég nenni ekki í Dalinn að hlusta á brekku­söng ef þú heldur það nei,“ segir Brynjar léttur og hlær.

„Ég hef aldrei haft neinn á­huga á því í sjálfum sér,“ bætir hann við.

Það er því að ljóst að Brynjar mun ekki feta í fót­spor fyrrum kollega síns Árna John­sen og skemmta gestum í Dalnum. Þótt þeir verða fáir í ár.