Brynjar lýsir ó­trú­legri þrauta­göngu í ræktinni: „Datt þar auð­vitað strax á hausinn“

Brynjar Níels­son lenti í ó­trú­legu at­viki í líkams­ræktinni í gær sem hann lýsir í smá­at­riðum í færslu á Face­book. Ferðin gekk aldeilis ekki þrautalaust fyrir sig.

Gefum Brynjari orðið: „Fór í ræktina í gær eftir margra ára hlé. Fékk sér­kenni­legar augn­gotur frá við­stöddum og mér leið eins og ég hefði troðið mér inni fegurðar­sam­keppni ó­boðinn.“

Hann var heldur betur í góðra vina hópi í ræktinni: „Þegar ég hitti síðan Pál Magnús­son og Tomma á Búllunni sá ég strax að þetta gat ekki verið slík keppni,“ segir Brynjar.

Að sjálf­sögðu var tekin mynd af þeim fé­lögum enda ekki á hverjum degi sem slíkur merkis­at­burður á sér stað.

Síðan dundu ó­sköpin yfir: „Mér gekk brösug­lega með tækin. Byrjaði á hlaupa­brettinu og datt þar auð­vitað strax á hausinn. Það borgar sig ekki að glápa á aðra þegar maður er á hlaupa­bretti,“ segir Brynjar. Það fylgir þó ekki sögunni á hverja hann var að glápa.

Hann lét ekki bugast eftir byltuna á hlaupa­brettinu og vatt sér í vöðva­upp­bygginguna: „Síðan fór ég í tæki til að styrkja vöðva hér og þar. Þurfti iðu­lega að létta lóðin um­tals­vert frá fyrri notanda, jafn­vel þótt það væru börn eða gamlar konur.“

Hann fékk það ó­þvegið frá geð­þekkum út­varps­manni og vaxtar­ræktar­frömuði: „Það koma að því að Ívar Guð­munds­son, hinn snjalli einka­þjálfari og út­varps­maður, vatt sér að mér og sagði að menn eins og ég byrjuðu gjarnan á Grens­ás­deildinni í nokkra mánuða þjálfun áður en þeir kæmu hingað,“ segir Brynjar.

Það er ó­hætt að segja að þessi ræktar­ferð hafi ekki gengið að óskum, en betur má ef duga skal.