Brynjar hneykslaður á fyrir­spurn blaða­manns – Svona svaraði hann spurningunni

13. janúar 2021
13:27
Fréttir & pistlar

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segist hafa verið mjög hugsi í kjöl­far fyrir­spurnar sem hann fékk frá blaða­manni á dögunum.

Brynjar lýsir því í færslu á Face­book að hann hafi fengið tölvu­póst frá blaða­manni sem spurði hann hvort hann ætlaði að láta bólu­setja sig fyrir kórónu­veirunni.

„Ég á­kvað að láta því ó­svarað enda um per­sónu­legar heilsu­fars­upp­lýsingar að ræða. Blaða­maðurinn virtist heldur ó­hress með það og í­trekaði spurninguna. Þá svaraði ég með þjósti, eins og mér er einum lagið, og spurði hvurs­lags hnýsni þetta væri. Ekki lá á svari blaða­mannsins og mér bent á að ég væri þjóð­kjörinn og mátti skilja svarið þannig að slíkir menn hafi af­salað sér einka­lífi.“

Brynjar þykist vita að blaða­maðurinn hafi sent sömu fyrir­spurn á alla þing­menn. Ráð­leggur hann honum að kíkja á per­sónu­verndar­lögin áður en svörin eru birt.

Brynjar hefur verið nokkuð á­berandi í um­ræðunni um sótt­varnar­að­gerðir yfir­valda að undan­förnu og gagn­rýnt þær þó nokkuð. Heldur minna hefur farið fyrir honum upp á síð­kastið, enda ljóst að strangar að­gerðir yfir­valda hafa borið árangur og Ís­land í betri stöðu í dag en flestar aðrar þjóðir.

Hef aðeins verið að velta fyrir mér síðustu misseri hvað felist í hugtökunum friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi....

Posted by Brynjar Níelsson on Miðvikudagur, 13. janúar 2021