Brynjar hefur engar á­hyggjur af skoðunum Þór­ólfs á Spánar­ferðinni

„Hann má hafa sína skoðun á því. Ég hef engar á­hyggjur af því. Ég var ekki að fara í eld­rautt land eða á eld­rautt svæði. Ég sinni mínum per­sónu­legu sótt­vörnum og mun fara í sótt­kví þegar ég kem heim.“

Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í sam­tali við Vísi en hann er nú á heim­leið frá Spáni þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur hjá bróður sínum Gústafi Níels­syni, á­samt þriðja bróðurnum Guð­laugi Níels­syni.

Bræðurnir hafa notið lífsins á Spáni, skellt sér í golf og nældu sér í ís­lenskt páska­lamb í gegnum tengi­liði á megin­landi Evrópu. Brynjar greindi frá því á dögunum að hann hefði skellt sér í skimun í fyrsta sinn og sagðist hann rúm­liggjandi af sárs­auka í kjöl­farið, í gríni.

Sjá einnig: Brynjar fór í skimun í morgun: „Nánast rúmliggjandi af sársauka“

„Við getum sagt að það var ekki lífs­nauð­syn­legt eða mjög nauð­syn­legt að ég færi í þessa ferð. En það var mikil­vægt fyrir bræður mína að ég færi í þessa ferð á meðan ekki væri meiri hætta en þetta. Og ég fer í sótt­kví þegar ég kem, þá sé ég ekkert að þessu,“ segir Brynjar.

Þór­ólfur Guðna­son í­trekaði í gær beiðni til lands­manna um að ferðast ekki til út­landa að nauð­synja­lausu. Brynjar segir að í ljósi veikinda í fjöl­skyldunni sé fríið ekki með hefð­bundnu sniði. „Þetta er svo sem ekki auð­velt, því þú ert með svo mikla sjúk­linga í kringum þig, en það er af­slappandi að komast að­eins í burtu í hlýrra lofts­lag. Ég skal viður­kenna það.“

Nú er Lífsleikninámskeiðinu hinu meira lokið og bræður mínir og spúsur þeirra yfirgefa hinn sólríka Spán í dag og hefja...

Posted by Gústaf Níelsson on Thursday, 8 April 2021