Brynjar aðstoðar ráðherra – Andrési Inga óglatt

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs dómsmálaráðherra. Brynjar mun starfa við hlið Hreins Loftssonar sem aðstoðar einnig Jón.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er ekki sáttur og má lesa tíst hans á Twitter að honum sé hreinlega óglatt.

„Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni,“ segir Andrés Ingi.

„Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni.“ Bætti hann svo við myndum af köllum að kasta upp.

Píratinn Lenya Rún Taha Karim, bætir við:

„Lengi getur vont versnað og allt það. Efast um að einhverjar byltingarkenndar breytingar munu eiga sér stað undir þeirra stjórn en jú endilega leyfum ríkisstjórninni að hefja störf áður en við gagnrýnum þau.“