Bryn­dís: Hvernig gjafir gæti Bjarni keypt fyrir þessa upphæð?

„Þegar þetta er ritað er um mánuður til jóla og lands­menn eru hvattir til að njóta að­ventunnar eins og hægt er í ljósi far­aldursins. Það er ekki auð­velt fyrir at­vinnu­lausa leið­sögu­menn á strípuðum at­vinnu­leysis­bótum!“

Þetta segir Bryn­dís Kristjáns­dóttir, leið­sögu­maður í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag. Í grein sinni bendir Bryn­dís á að stærstur hluti leið­sögu­manna hafi misst vinnu sína í upp­hafi kórónu­veirufar­aldursins snemma á þessu ári. Þykir Bryn­dísi heldur lítið hafa gert þegar kemur að úr­bótum fyrir leið­sögu­menn.

„Stærstur hluti leið­sögu­manna er tíma­bundið ráðinn og miðast ráðningar­tíminn við hverja ferð með er­lenda ferða­menn. Ferð getur verið allt frá einum degi upp í þrjár vikur eða meira, og hver vinnu­dagur er oftast mun lengri en hefð­bundinn vinnu­tími. Ferð getur t.d. verið 18 dagar þar sem vinnu­tíminn er 12 klukku­stundir á dag og enginn frí­dagur í þessari nær þriggja vikna vinnu­törn. Leið­sögu­menn gangast inn á þetta og sinna starfi sínu með gæði og fag­mennsku að leiðar­ljósi, enda mjög margir lang­skóla­gengnir í við­bót við sitt fag­nám í leið­sögn,“ segir hún.

Bendir hún á að vinnu­um­hverfi leið­sögu­manna sé afar ó­hefð­bundið og passar ekki inn í rammann sem at­vinnu­leysis­bætur eru reiknaðar út frá.

„Eftir ó­mælda vinnu, og í sumum til­fellum mjög langan tíma, tókst að finna lausn og flestir leið­sögu­menn fengu greiddar at­vinnu­leysis­bætur, tekju­tengdar í þrjá mánuði eins og lög gera ráð fyrir. Eitt af úr­ræðum ríkis­stjórnarinnar vegna far­aldursins var að lengja í sex mánuði tímann sem at­vinnu­leysis­bætur væru tekju­tengdar. En það gilti bara fyrir þá sem voru á þannig at­vinnu­leysis­bótum 1. septem­ber. Leið­sögu­menn misstu vinnu sína svo snemma á árinu að hinn 1. septem­ber voru þeir búnir að missa réttinn til að fá tekju­tengdar at­vinnu­leysis­bætur og falla því ekki undir þetta úr­ræði,“ segir hún.

Segir hún að þegar Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra nefndi úr­bætur fyrir leið­sögu­menn í nýjustu úr­ræðum ríkis­stjórnarinnar hafi þeir vonað að að minnsta kosti þessi leið­rétting yrði gerð, leið­sögu­menn fengju tekju­tengdar bætur í sex mánuði eins og aðrir at­vinnu­lausir.

„En nú eru leið­sögu­menn farnir að halda að Bjarni hafi gleymt þeim. Þegar þetta er ritað er um mánuður til jóla og lands­menn eru hvattir til að njóta að­ventunnar eins og hægt er í ljósi far­aldursins. Það er ekki auð­velt fyrir at­vinnu­lausa leið­sögu­menn á strípuðum at­vinnu­leysis­bótum," segir hún en samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálstofnunar eru atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 289.510 krónur.

„Fjár­mála­ráð­herra er hvattur til að í­huga hvernig jóla­steik og jóla­gjafir hann gæti keypt fyrir þá upp­hæð. En fyrst og fremst er hann hvattur til að sjá til þess að úr­bætur fyrir leið­sögu­menn komist á sem allra fyrst.“