Brotist inn hjá Dor­rit í London: „Verð­mætasti hluturinn var þó skilin eftir“

Fyrr­verandi for­seta­frú Ís­lands, Dor­rit Moussa­i­eff, lenti í heldur miður at­viki í gær­kvöldi er ó­prúttnir aðilar brutust inn í bíl hennar fyrir utan Mayfair hótelið í London í gær.

Dor­rit greinir sjálf frá inn­brotinu og britir mynd af því á Insta­gram. Þar má sjá gler­brot um allan bíl og virðist frekar ljóst að þjófarnir hafa brotið rúðu til að komast í per­sónu­lega muni Dor­ritar.

Dor­rit virðist þó ekki kippa sig mikið upp við þjófnaðinn og segir þjófana hafa skilið verð­mætasta hlutinn eftir. „Verð­mætasti hluturinn, ís­lenska vatnið, var þó skilið eftir,“ skrifar Dor­rit á Insta­gram.

Myndin sem Dorrit deildi á Instagram.
Ljósmynd/Instagram skjáskot