Kauphöllin sl. 12 mánuði undir taktfastri tónlist (Myndband)

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er að nálgast fyrri styrk eftir dýfuna miklu um miðjan mars. Aftur; því hún toppaði 24. júní sl. en hefur rokkað svolítið eftir það. Þess skal getið að Marel vegur nokkuð þungt í vísitölunni.

Í viðskiptaþætti Jóns G. er jafnan farið yfir stöðuna í Kauphöllinni og gengi bréfa í skráðum félögum á aðallista birtur með mjög smekklegum línuritum undir taktfastri tónlist þáttarins - líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Úrvalsvísitalan við lokun markaðarins í Kauphöllinni sl. mánudag var 2.563 stig. Til samanburðar toppaði hún í 2.603 stigum í júní - en í dýfunni miklu um miðjan mars fór hún lægst niður í 1.896 stig hinn 17. mars.

Smellið á myndbandið og skoðið Kauphöllina sl. 12 mánuði við líflega tónlist.