Bragi Páll hjólar í Einar: „Hefði getað myndað meiri­hluta með SPC fyrir löngu“

Rit­höfundur Bragi Páll hefur ekki mikla trú á meiri­hlutinn haldi velli í Reykja­vík og segir að Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sóknar hefði getað verið búinn að mynda meiri­hluta með Sam­fylkingu, Pírötum og Við­reisn fyrir löngu ef hann hefði viljað það.

„Einar hefði getað myndað meiri­hluta með SPC fyrir löngu - en hann vill það ekki. Af því hann vill einungis fá D í sam­starf með sér. Kol­brún hjá FF af­hjúpar það sem hann segir bak­við tjöldin. Verst geymda leyndar­mál Reykja­víkur: Einar er bara Sjálf­stæðis­maður í Fram­sóknar­búning,“ skrifar Bragi og deilir skjá­skoti af frétt þar sem vitnað er í Kol­brúnu Baldurs­dóttir odd­vita Flokks fólksins.