Bráðum getur Bjarni Ben farið í sturtu úti

15. september 2020
15:19
Fréttir & pistlar

Bæjar­ráð Garða­bæjar hefur veitt Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra leyfi fyrir byggingu úti­geymslu, útisturtu og gróður­húss við heimili sitt að Bakka­flöt.

Frétta­blaðið segir frá þessu.

Bjarni hefur komið sér vel fyrir í Garða­bænum á­samt eigin­konu sinni, Þóru Margréti Bald­vins­dóttur, en hús þeirra er rétt um 450 fer­metrar. Fast­eigna­mat hússins var 165,9 milljónir í fyrra, sam­kvæmt út­tekt DV.

Eigin­kona Bjarna, Þóra Margrét, var einn af um­sjónar­mönnum þáttarins Fal­leg ís­lensk heimili árið 2017. Hún er innan­húss­ráð­gjafi og með allt upp á tíu þegar kemur að heimili og hönnun.

Bjarni hefur haft í mörg horn að líta undanfarin misseri enda krefjandi tímar um þessar mundir í íslensku efnahagslífi.