Bötlerinn og frú, selja einstaka "New York Loft" íbúð

Jóhann Gunnar Arnasson, eða Jói, eins og hann er oftast kallaður, eina þekktastur sem bötler og dómari í keppninni Allir getað dansað á Stöð 2 og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir, Kiddý, hafa sett glæsilegu New York Loft íbúð sína á sölu. Um er ræða einstaka eign sem á sér enga líka á besta stað í hjarta Kópavogs við Dalbrekku 23.

M&H Jóhann Gunnar Arnarson og Kiddý

Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir eru þekkt fyrir að vera annálaðir og gestgjafar og heimili þeirra er hannað fyrir þá sem elska að halda boð og njóta sín í eldhúsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.

Dansandi ástríðukokkur og upplifunar- og þjónustustjóri góð blanda

Jói á skemmtilegan feril að baki á ýmsum sviðum. Hann var í upphafi danskennari með mikinn áhuga á matargerð. Það varð til þess að hann fór að starfa sem staðarhaldari eða bötler, meðal annars á Bessastöðum í tæp tíu ár í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar. Eiginkona hans, Kiddý, starfaði með honum á Bessastöðum en í dag starfar hún sem Upplifunar-og þjónustustjóri Þjóðleikhússins. Þau hjónin starfa mikið saman, meðal annars í veiðihúsum á sumrin þar sem þau eru þekkt fyrir sína framúrskarandi þjónustu og sælkeraveitingar sem þau töfra fram fyrir gestina þar sem ástríðan og natnin er í forgrunni.

Heimilislegur og huggulegur stíll

Þegar hjónin eru beðin um að lýsa sínum heimilisstíl þá stendur ekki á svörum. „Heimilislegt og huggulegt eru orðin sem koma fyrst upp. Þægindi og vellíðan skipta okkur mjög miklu máli, en jafnframt viljum við hafa heimilið okkar fallegt og notalegt. Þannig erum við með klassísk handgerð Cantiero borðstofuhúsgögn úr hnotu og mjúka og þægilega Natuzzi sófa og nuddstól sem getur alveg bjargað lífi manns og auðvitað fullt af teppum til að vefja utan um okkur,“segja Jóhann og Kristín sem vita fátt betra að njóta notalegheitanna heima við.

Eldhúsið er miðja heimilisins

„Okkur finnst rosalega gaman að taka á móti fjölskyldunni og vinunum í matarboð og þá er oft glatt á hjalla, enda nóg pláss fyrir alla. Alrýmið er auðvitað mjög opið og skemmtilegt, sem þýðir að þeir sem eru í eldhúsinu eru jafnframt með í veislunni, þó aðrir séu í stofunni eða borðstofunni. Það er sérstaklega gaman að taka á móti gestum í þessari íbúð, það verður bara að segjast eins og er.“

Stórglæsileg og glamúrinn allsráðandi

Eignin er öll hin glæsilegasta og er 188,5 fermetrar að stærð. Hún er í New York Loft stíl með mikill lofthæð sem kemur vel út í alrýminu og glamúrinn allsráðandi. Upphaflega var eignin hönnuð í góðærinu af Írisi Björk Jónsdóttur sem kennd hefur verði við GK og Vera Design. Vandað hefur verið til verka og er hljóðeinangrandi vínilparket frá Moduleo á gólfum. Eldhúsið, stofan og borðstofan eru í stóru og miklu alrými sem býður uppá óþrjótandi möguleika fyrir uppröðun á innastokksmunum og húsgögnum. Dökkir litir eru í aðalhlutverki í eldhúsinu og granítið tónar vel með speglunum sem stækka rýmið enn frekar. Það fer vel um alla og útsýnið út um stofugluggann er stórfenglegt þar sem Esjan blasir við. „Því að Esjan er falleg…" eins og Bríet syngur svo fallega. Tvö stór svefnherbergi fylgja eigninni þar sem notagildið er framúrskarandi og skáparými til fyrirmyndar.

Umhverfið skiptir sköpun fyrir lífsgæðin

Staðsetningin er ein sú besta sem völ er á, því þarna er stutt til allra átta. Eins og upplifun þeirra hjóna hefur verið hvað varðar staðsetninguna skipti hún öllu máli þegar þau horfa til lífsgæða og nýtingu tímans. „Þetta er auðvitað svakalega miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og í raun stutt í allar áttir, hvort sem er akandi, hjólandi eða jafnvel gangandi. Stutt er í verslanir og þjónustu og svo eru frábærar gönguleiðir og útivistarsvæði í næsta nágrenni, Fossvogsdalurinn, Nauthólsvík, Öskjuhlíð og Kársnes.“ Þau hafa aldrei verið jafn dugleg að taka góða göngutúra eins og þarna. Mannlífið og menningin hefur vaxið til muna á þessu svæði undanfarin ár og margt hægt að gera sér til heilsueflingar.

M&H Jóhann Gunnar og Kiddý Dalbrekku

Eldhúsið er stórt og gott, með miklum skápum og hátt í fimm metra löngu svörtu granítborði og Bo Concept barstólum nýbólstruðum með gráu leðuráklæði (sem get fylgt með). Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson.

M&H Jóhann Gunnar og Kiddý Dalbrekku 2

Takið eftir eldhúsbekkjunum en þeir eru einnig með svörtu graníti og klæðning í kringum ísskáp og vínkæli sem kemur mjög vel út.

M&H Jóhann Gunnar og Kiddý Dalbrekku 3

Baðherbergið er einkar glæsilegt með stórum og miklum speglum. Salernið og handlaugin frá Alessi. “Walk in” sturta, öll klædd graníti með vönduðum blöndunartækjum frá Gessi.

M&H Jóhann og Kiddý dalbrekku 5

Hlýleikinn er í fyrirrúmi þegar kemur að vali þeirra á húsgögnum.

M&H Jói Og Kiddý í Dalbrekku 7

Fallegur himinblár liturinn á veggjunum gerir mikið fyrir rýmið.

M&H Dalbrekkan

Fataherbergið í svefnherberginu er í miklu uppáhaldi fyrir litríku föt bóndans og alla glimmer skóna.

M&H Dalbrekkan 9

Hér er notagildið og fagurfræðin góð blanda og rýmið sem best verður á kosið.