Börn í Hafnarfirði veiddu furðulega fiska

Hafnfirsk börn á aldrinum 6 til 12 dorguðu við Flensborgarhöfn í blíðviðrinu í dag og kepptust um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Einn og sami fiskurinn reyndist bæði furðulegastur og stærstur og fékk vinningshafinn, Jóel Ingi Ragnarsson, veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann. Um var að ræða rauðmaga sem reyndist 436gr.

Þetta er fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins og er hluti af leikjanámskeiðum í Hafnarfirði. Þátttakendur telja á hundruðum ár hvert og voru þrjú ungmenni sem fengu verðlaun í ár.

Þær Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir urðu svo sameiginlegir sigurvegarar um flestu fiskana.

Mynd: Hafnarfjarðarbær