Borgin óskar eftir tilnefningum til Mannréttindaverðlauna - 600 þúsund í boði

Reykjavíkurborg óskar eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar fær að launum kr. 600.000,-

Hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem hafa á eftirtektarverðan hátt lagt mannréttindum lið.

Markmið mannréttindaverðlaunanna er að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og mikilvægi þess að mannréttindi séu virt í samfélaginu.

Tilnefningar ásamt rökstuðningi má senda á netfangið [email protected]

Frestur til að skila tilnefningum er til 1. desember 2020.

Verðlaunin verða afhent í Höfða af borgarstjóra Reykjavíkur þann 10. desember næstkomandi í tengslum við alþjóðlega mannréttindadaginn. Á þessum degi árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt.