Borg29 er nýr og spennandi áningarstaður fyrir þá sem elska götubitamenningu

Þessa dagana blómstra mathallir á höfuðborgarsvæðinu og njóta mikilla vinsælda. Ný mathöll, Borg29, sem er til húsa í Borgartúni 29 bættist við flóruna í febrúar á þessu ári og hefur hlotið góðar viðtökur. Þar er að finna níu veitingastaði sem eru hver öðrum betri og sælkerar geta notið þess að gleðja augað og bragðlaukana.

Sjöfn Þórðar heimsækir Borg29 og hittir einn af eigendum Mathallarinnar, Björn Braga Arnarsson og annan hönnuðinn á mathöllinni Hafsteinn Júlíusson frá HAF STUDIO en hönnunin var í höndum HAF STUDIO sem er í eigu Karitasar Sveinsdóttur og Hafsteins og fær innsýn í hönnun mathallarinnar.

M&H B29 matur 2021.JPG

Að sögn Björns Braga, eins eig­enda Borg29, er um að ræða spenn­andi og metnaðarfullt verk­efni sem öflugur hóp­ur kom að. „Í BORG29 er hægt að fá góðan og hollan morg­un­mat, há­deg­is­mat og kvöld­mat og þess á milli get­ur fólk sest niður með drykk í góðra vina hópi. Mark­miðið er að bjóða upp á fjöl­breytt­an og ljúf­feng­an sælkeramat fyrir alla í fal­legu og hlýlegu um­hverfi,“ seg­ir Björn Bragi og nefnir jafnframt að vel hafi tekist til með fjölbreytni í matarflórunni á svæðinu. „Borg­ar­tún er frá­bær staðsetn­ing en þangað sækja þúsund­ir fólks vinnu og allt í kring eru fjöl­menn íbúahverfi.“

Hönn­un mat­hall­ar­inn­ar var á hönd­um HAF STUDIO en Hafsteinn, seg­ir verk­efnið hafi verið mjög spenn­andi áskorun og skemmti­legt. „Við hjá HAF STUDIO fengum fullt traust til þess að koma með nýja og ferska strauma hvað varðar út­lit og stemn­ingu,“ seg­ir Hafsteinn og bæt­ir við að einn af út­gangspunkt­un­um í hönn­un­inni hafi verið að forðast að horfa á þetta sem hefðbundna mat­höll held­ur frek­ar skapa glæsi­leg­an sam­komu­stað þar sem all­ir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi og láta sér líða vel.“

Mikið var lagt upp úr góðri hljóðvist, lýs­ingu og loft­un. Dökk loft og vegg­ir skapa nota­lega stemn­ingu í í höllinni sem og lág­stemmd litap­all­etta sem bland­ast vel við hágæðaefni svo sem leður, eik og stál. Þannig ná þess­ir ólíku veit­ingastaðir að njóta sín hver fyr­ir sig og skapa góða sam­ræmda heildarmynd.

Missið ekki af áhugaverðri heimsókn í Borg29 í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.