Bong­ó­blíð­a fyr­ir sunn­an og hit­inn í 24 gráð­ur

Líkt og fer ekki fram hjá nein­um á sunn­an­verð­u land­in­u er veðr­ið afar gott nú á þess­ar­i mest­u ferð­a­helg­i árs­ins.

Veðr­ið er einn­ig með best­a móti víða ann­ars stað­ar og hit­inn á Bol­ung­ar­vík fór í 21 gráð­u síð­deg­is. Til að mynd­a var 24,2 gráð­u hiti á Hjarð­ar­land­i, 23,6 gráð­u hiti á Þing­völl­um og Ár­nes­i, 23 gráð­ur á Skál­holt­i og 22 gráð­ur á Hell­u klukk­an 15:00 í dag.

Hit­inn í Reykj­a­vík klukk­an fjög­ur var 17 gráð­ur og 20 gráð­ur á Kirkj­u­bæj­ar­klaustr­i. Í­bú­ar á Aust­ur­land­i hafa not­ið veð­ur­blíð­u stærst­an hlut­a sum­ars en nú er stað­an önn­ur og mæld­ist hit­inn á Egils­stað­a­flug­vell­i 12 gráð­ur klukk­an fjög­ur.