Bogi sakaður um lög­brot eftir tölvu­póst í gær­kvöldi

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, er sakaður um að hafa brotið lög eftir að hann sendi flug­freyjum og flug­þjónum Icelandair tölvu­póst þar sem fram komu upp­lýsingar um til­boð Icelandair til Flug­freyju­fé­lags Ís­lands.

RÚV fjallaði um þetta í gær­kvöldi, en Bogi er sagður hafa sent tölvu­póstinn í gær­kvöldi. Í frétt RÚV er haft eftir Guð­laugu Lín­ey Jóhanns­dóttur, for­manni Flug­freyju­fé­lags Ís­lands, að Bogi hafi með þessu gerst sekur um að brjóta lög um stéttar­fé­lög og vinnu­deilur.

Í frétt RÚV er Bogi sagður hafa út­listað með ná­kvæmum hætti hvað nýjasta til­boð Icelandair hafi falið í sér. Eins og fram hefur komið hafnaði Flug­freyju­fé­lagið um­ræddu til­boði. Í um­ræddum tölvu­pósti segir Bogi að margt í um­ræðunni sé til þess fallið að skapa tor­tryggni gagn­vart Icelandair.

Stjórn Icelandair þurfi að leið­rétta þennan mis­skilning og sýna hverjum sem er úr hópi flug­freyja og flug­þjóna samnings­til­boðið í heild sinni.