Bogi Ágústs­son segir Pál Vil­hjálms­son leigu­penna Sam­herja

Sjón­varps­maðurinn Bogi Ágústs­son segir greini­legt að vilji Sam­herja til þess að biðjast af­sökunar á of­beldinu gegn Helga Seljan, Kveik og RÚV hafi greini­lega ekki skilað sér til allra leigu­penna fyrir­tækisins.

Deilir Bogi þar skrifum Þóru Arnórs­dóttur, rit­stjóra Kveiks, sem skýtur föstum skotum að Páli Vil­hjálms­syni og blogg­færslu hans um að Helgi Seljan hafi í raun játað sig geð­veikan í þætti Gísla Marteins síðast­liðið föstu­dags­kvöld.

Sjá einnig: Páll ver skrif sín um Helga Seljan: „Opin­ber geð­veiki veitir ekki af­slátt frá gagn­rýni“

Ljóst er að Boga er al­gjör­lega nóg boðið. „Sá sem ræðst svo ó­drengi­lega á Helga getur ekki bent á neitt sem farið er rangt með í um­fjöllun Kveiks um Sam­herja. Fyrir­tækið hefur reynt að biðjast af­sökunar á of­beldinu gegn Helga Seljan, Kveik og RÚV, sá vilji hefur greini­lega ekki skilað sér til allra leigu­penna fyrir­tækisins. Sam­herji ætti að sjá sóma sinn í að biðja Helga af­sökunar,“ skrifar Bogi.

Hann skrifar að síðustu:

„Á RÚV eru heiðar­leiki, sann­girni og hlut­lægni höfð í önd­vegi, það væri ó­skandi að þau gildi væru virt í skrifum og um­fjöllun um það sem gerum.“