Boða allt að 100% verðhækkanir

5. apríl 2020
10:54
Fréttir & pistlar

„Kaupmáttur mun rýrna, hversu mikið er ómögulegt um að segja,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson við Morgunblaðið í dag og er uggandi yfir ástandinu sem hann telur að muni leiða til hækkun verðlags á nauðsynjarvöru.

Hann segir að erlendir birgjar boði nú allt frá 10-100 prósenta verðhækkanir vegna skorts á aðföngum og vinnuafli. Heildsalar hafi tilkynnt um 3-10 prósenta hækkanir og verðlag muni því hækka. Við það bætist svo veiking krónunnar.

Nánar er fjallað um málið á DV.