Blómstrar og málar eins og enginn sé morgun­dagurinn í sam­komu­banni

Bryn­dís Ás­munds­dóttir leik- og söng­kona og lista­gyðja með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Dag nokkurn í febrúar­mánuði á þessu herrans ári á­kvað Bryn­dís Ás­munds­dóttir leik-og söng­kona að taka til hendinni í bíl­skúrunum og þá var eins og það komi yfir hana andar­gift og úr verður vinnu­stofa og gallerí.

Bryn­dís hefur blómstrað síðan og málað eins og enginn sé morgun­dagurinn. Verkin eftir hana er orðin 152 talsins, hvert öðru á­huga­verðara og fal­legra. Sjöfn heim­sækir Bryn­dísi í vestur­bæinn og fær inn­sýn hvað hún er að bartúsa þessa dagana.

Bryn­dís er þekkt fyrir söng sinni og leik og þá út­geislun sem hún hefur. En list­rænir hæfi­leikar Bryn­dísar eru ó­þrjótandi og við fáum að kynnast þeim frekari í kvöld þegar Bryn­dís opnar dyrnar á heimili sínu og Gallerí skúr.

„Það er eins og það hafi eitt­hvað komið yfir mig og ég byrjaði að mála og get ekki hætt,“ segir Bryn­dís og brosir sínu fal­lega brosi. Missið ekki af list­rænni og gefandi heim­sókn til Bryn­dísar í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.