Bleikur búbblukokteill sem fær gestina til að dansa af gleði

Það er komin helgi og þá er lag að blanda góðan kokteil. Hér kemur einn búbblukokteill úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur köku- og matarbloggara með meiru hjá Gulur, rauður, grænn og salt sem er sáraeinfaldur og gleður bæði bragðlauka og augu. Hann þykir svo góður að gestirnir dansa af gleði. Þessi kemur þér í helgarstuðið.

M&H Bleikur búbblukokteill 1.jpeg

BLEIKUR BÚBBLUKOKTEILL

Fyrir 2 glös

100 ml Beefeater pink gin

100 ml límonaði

50 ml prosecco að eigin vali

klaki

fersk jarðaber

Byrjið á því að fylla tvö glös á fæti, til dæmis hanastélsglös, af klaka, bætið síðan við gini og límonaði saman við og þá prosecco. Skerið jarðaber í tvennt eða fernt eftir stærð og setjið í glösin.

Síðan er bara að njóta og skála.