Blálanga í lime & koriander með rauðu pestó - uppskrift

500 gr. Blálanga

Safi af einu lime

4 msk ólívuolía

2 tsk Kóriander lauf (þurrkuð) eða 2-3 greinar af fersku

1 tsk Santa Maria - Seafood & fish seasoning

salt & pipar

50 gr. smjör

Aðferð: 

  • Látið blálönguna marínerast í safanum af lime, kóríander og ólívuolíunni í 1-12 klst í ísskáp
  • Smjörið brætt og fiskurinn steiktur á heitri pönnu í 2 mín á hvorri hlið, kryddað með seafood seasoning, salti & pipar. 

Pestó sósa

100 gr. smjör

5 hvítlauksrif

200 gr. tómatpaste

1 tsk. kóríander

1 tsk. salt & pipar (pinch)

Aðferð:

Smjörið brætt á pönnu á miðlungshita og hvítlaukur látinn steikjast þar til hann er orðinn glær.  Síðan tómatpaste, kóriander, salt og pipar.  

Bakaðar sætar kartöflur með rósmarín

1 stór sæt kartafla afhýdd og skorin í teninga

1 grein ferskt rósmarín

2 msk ólívuolía

salt & pipar

Aðferð:  

Velt vel upp úr ólívuolíunni og kryddum, hitað í ofni við 200°C í c.a 20 mín hrært í amk einu sinni til að fá jafna áferð. 

Salat

100 gr. klettasalat

4 döðlur fínt saxaðar

Fetaostur eftir smekk

4 kirsuberjatómatar skornir í fernt

1/2 rauðlaukur fínt skorinn

4 jarðarber fínt skorin

1 avocado skorið í teninga

2 msk ristaðaar Kasjúhnetur með rósmarín og cayennapipar (fæst í Bónus) 

Vinagretta:

2 msk ólívuolía

1 msk balsamicoedik

safi úr hálfu lime

1 msk hunang

salt & pipar e. smekk

Aðferð: öllu blandað saman nema klettaslalatið er sett saman við rétt áður en salatið er borið fram.  Einnig er fínt að nota bara olíuna sem kemur af fetaostinum í stað ólívuolíu. 

Hér getur þú horft á þáttinn í heild sinni