Blaðamaður Moggans bað Kristrúnu afsökunar á viðtali

Krist­rún Heim­is­dótt­ir, lög­mað­ur og stjórn­ar­mað­ur í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in­u Brim­i, seg­ir að blað­a­mað­ur Morg­un­blaðs­ins hafi beð­ið sig af­sök­un­ar í dag á því að í blað­i dags­ins hafi ver­ið prent­að­ur text­i hans í við­tal­i við hana sem inn­i­hélt setn­ing­ar sem hún sagð­i ekki og lýsa skoð­un­um blað­a­manns­ins en ekki henn­ar. Frá þess­u grein­ir hún á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i.

Í helg­ar­blað­i Morg­un­blaðs­ins birt­ist við­tal við Krist­rún­u sem Andrés Magn­ús­son blað­a­mað­ur tók með yf­ir­skrift­inn­i „Nýju“ er hverg­i að finn­a. Þar er fjall­að um rit­rýnd­a grein sem Krist­rún skrif­að­i í Tím­a­rit lög­fræð­ing­a um nýju stjórn­ar­skránn­a.

Send­i leið­rétt­an text­a

„Þrátt fyr­ir að ég gerð­i að skil­yrð­i fyr­ir hinu prent­að­a við­tal­i að ég feng­i text­ann til yf­ir­lestr­ar, því auð­vit­að tal­ar eng­inn fyr­ir mig ann­ar en ég sjálf, og þrátt fyr­ir að ég send­i ver­u­leg­a leið­rétt­an text­a í gær­kvöld þar sem ég þurft­i að fell­a út orð sem ekki voru mín og ég mynd­i aldr­ei nota, prent­að­i blað­ið út­gáf­u blað­a­manns­ins og þann­ig birt­ist við­tal­ið í dag,“ skrif­ar Krist­rún á Fac­e­bo­ok.

„Ég leit­ast allt­af við að vand­a orð mín um allt og alla og mér finnst mjög mið­ur að svon­a fór,“ seg­ir hún enn frem­ur og bend­ir á að í við­tal­i henn­ar við Dag­mál­a­þátt Morg­un­blaðs­ins og Morg­un­vakt­ar Rás­ar 1 síð­ast­lið­inn föst­u­dag megi heyr­a henn­ar orð um mál­ið. Ítar­leg­ast­a um­fjöll­un­in sé þó í áð­ur­nefndr­i grein í Tím­a­rit­i lög­fræð­ing­a.