Björn Stein­bekk í dóms­sal: „Hættu að horfa á mig. Dómari, hann er að á­reita mig“

Í dag var aðal­með­ferð fyrir Héraðs­dómi Reykja­víkur í máli Ernu Bjarkar Häsler gegn ná­granna sínum, Ágúst Ómari Berg. Um miklar ná­granna­deilur er að ræða, en Erna krefst þess að Ágúst rífi sól­pall sem telst til sam­eignar fólksins. Eigin­maður Ernu er at­hafna­maðurinn Björn Stein­bekk.

DV hefur fjallað ítar­lega um málið.

Það sauð allt upp úr í dóm­salnum, en það er ljóst að mikill fjand­skapur er á milli ná­grannanna.

„Hættu að horfa á mig. Dómari, hann er að á­reita mig,“ sagði Erna er hún bar vitni og var aug­ljós­lega í upp­námi. Dómari hirti ekki um þessar kvartanir, sagði að ná­granni hennar hefði rétt á að horfa á hana á meðan hún gæfi vitni og hún ætti að horfa á hann, dómarann, en ekki á ná­grannann.

„Við höfum ekki verið vel­komin í okkar eigin garð,“ sagði Björn er hann gaf vitni og var spurður út í mögu­leg af­not þeirra af veröndinni. Nefndi hann fjand­sam­legt við­mót ná­grannanna er börn hans og Ernu hefðu misst bolta inn á veröndina og væri það til marks um að ná­grannarnir gengju um hana eins og sína sér­eign.

Hægt er að lesa meira hér.

Fleiri fréttir