Björn slær í gegn með rosalegu myndbandi af eldgosinu

Björn Steinbekk, athafnamaður og enn þekktasti drónaflugmaður landsins, birti stórkostlegt myndband af eldgosinu í Meradölum á Twitter-síðu sinni.

Björn sló rækilega í gegn með mögnuðum myndböndum af gosinu í Geldingadölum í fyrra og hann er að sjálfsögðu mættur aftur nú þegar gýs í Meradölum.

Myndbandið birti Björn á Twitter-síðu sinni í gær og þegar þetta er skrifað hafa hátt í 60 þúsund manns horft á það. Myndbandið sýnir gosið í nærmynd og sést nánast beint ofan í gíginn sem gýs upp úr. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við myndbandið og eru útlendingar þar í miklum meirihluta.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan: