Björn Leví búinn að útbúa þingsályktun: Danska kórónan verði tekin af Alþingishúsinu

Það má segja að íslenska þjóðin sé í sárum eftir úrslit í leik Frakka og Dana. Frakkar náðu yfirhöndinni á síðustu mínútum sem þýðir að Ísland er ekki á leið í undanúrslit á EM. Margir vilja meina að Danir, sem þurftu ekki að vinna leikinn, hafi gert Íslandi grikk með því að tapa. Og eru nú háværar raddir á samfélagsmiðlum um að hætt verði að kenna dönsku í grunnskólum hér á landi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur gengið skrefinu lengra og hefur útbúið tillögu til þingsályktunar þess efnis að danska kórónan verði fjarlægð af Alþingishúsinu við Austurvöll:

Margir taka undir með honum og tala um að þarna gæti náðst þverpólitísk sátt.