Björn Ingi hjólar í séra Davíð: „Pínu­lítill kall að senda for­sætis­ráð­herranum, fyrrv. sam­býlis­konu sinni, ein­stak­lega ó­merki­lega skíta­pillu“

Fjöl­miðla­maðurinn Björn Ingi Hrafns­son er langt frá því að vera sáttur með séra Davíð Þór Jóns­son en eins og kunnugt hjólaði Davíð Þór af krafti í Katrínu Jakobs­dóttur og fé­laga hennar í VG vegna inn­flytj­enda­mála sem hafa verið í deiglunni að undan­förnu.

Davíð lét býsna stór orð falla á Face­book í gær vegna brott­vísana hælis­leit­enda frá Ís­landi. Sagði hann meðal annars að „fas­ista­stjórn VG“ hefði á­kveðið að „míga“ á Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. „Það er sér­­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­­tyllur,“ sagði hann enn fremur.

„Ég hef and­styggð á því að fólk sem skotið hefur hér rótum og fengið vinnu sé sent úr landi. Og er bjart­sýnn að finnist far­sæl lausn. En feginn er ég að þetta nettröll sé ekki sóknar­presturinn minn. Stór­yrðin eiga að undir­strika mál­staðinn og dyggða­skreytinguna, en í reynd er hér pínu­lítill kall að senda for­sætis­ráð­herranum, fv sam­býlis­konu sinni, ein­stak­lega ó­merki­lega skíta­pillu,“ skrifar Björn Ingi.

„Kennir ríkis­stjórn hennar við fas­isma og segir sér­stakan stað í hel­víti fyrir fólk eins og hana. Presturinn sjálfur! Ömur­legt,“ bætir hann við.

Davíð Þór og Katrín voru par fyrir löngu síðan en þau kynntust í Gettu betur þar sem Katrín var stiga­vörður.