Björn Ingi á­hyggju­fullur: „Hroll­vekjandi lestur“ - Eins og nýr heims­far­aldur

„Þessi veira er ekki á því að gefast upp. Nú getum við þakkað þær hörðu ráð­stafanir sem á­kveðnar voru við landa­mærin hér,“ segir Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Viljans og höfundur bókarinnar Vörn gegn veiru.

Björn Ingi deildi á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi afar fróðlegri grein sem birtist í þýska blaðinu Spi­egel á dögunum. Í greininni var farið ítar­lega í saumana á nýjum af­brigðum kórónu­veirunnar sem veldur CO­VID-19, til dæmis hin svo­kölluðu bresku, suður-afrísku og brasilísku af­brigði.

„Hroll­vekjandi lestur, þar sem nýjum og stökk­breyttum af­brigðum kóróna­veirunnar er lýst í reynd sem nýjum heims­far­aldri; mun hættu­legri og erfiðari við­fangs en þeim sem við höfum tekist á við í rúmt ár. Breska, Brasilíska og Suður-Afrísku af­brigðin smitast á ógnar­hraða og virðast jafn­vel smita þá sem áður höfðu fengið veiruna í bylgju 1. og 2,“ segir Björn Ingi í færslu sinni.

Hann segir að það bendi til þess að mót­efnin og þá bólu­efnin veiti ekki full­komna vernd, eða jafn­vel enga. Hann segir að veiran sé ekki á þeim buxunum að gefast upp og nú sé hægt að þakka fyrir þær hörðu að­gerðir sem í gildi eru á landa­mærunum.

„Ekki fögnuðu allir þeim ráð­stöfunum á sínum tíma og fundu þeim allt til for­áttu,“ segir hann.

Í greininni sem Björn Ingi deilir kemur fram að stökk­breytingar í veirum séu alls ekki ó­eðli­legar. „Ef stökk­breytingarnar reynast skað­legar fyrir veiruna þá hverfu hún. En ef stökk­breytingin reynist gagn­leg þá heldur hún á­fram að fjölga sér og ná fót­festu. Og ef þær hjálpa veirunni að sýkja mikinn fjölda fólks þá heldur hún á­fram að dreifa sér á ógn­væn­legum hraða. Það er það sem er að gerast núna.“

Þá er bent á það að vísbendingar séu uppi um að afbrigði veirunnar, sem kennd eru við Brasilíu og Suður-Afríku, geti smitað þá aftur sem smituðust af veirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Nauðsynlegt sé að gera frekari rannsóknir til að fá þann grun staðfestan.

Hrollvekjandi lestur, þar sem nýjum og stökkbreyttum afbrigðum kórónaveirunnar er lýst í reynd sem nýjum heimsfaraldri;...

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Miðvikudagur, 27. janúar 2021