Björn hefur á­hyggjur af stríðs­að­gerðinni í bak­garði Dana: „Full á­stæða til að fylgjast náið með“

Talið er afar lík­legt að skemmdar­verk hafi verið unnin á Nord Stream gas­leiðslunum en tveir sprengju­hvellir mældust á jarð­skjálfta­mælum neðan­sjávar skömmu áður en leki fannst á þremur stöðum. Leiðslurnar liggja frá Rúss­landi undir Eystarar­salt og til Þýska­lands.

Gas­leiðslurnar eru úr þykkum stál­pípum og þykkt lag af stein­steypu.

„Full á­stæða er að fylgjast náið með öllu sem varðar gas­lekann úr Nord Stream 1 og Nord Stream 2, rúss­nesku gas­leiðslunum um Eystra­salt frá Rúss­landi til Þýska­lands,“ skrifar Björn Bjarna­son fyrr­verandi ráð­herra á vef­síðu sinni í dag.

Fréttir um lekann bárust í gær, þriðju­daginn 27. septem­ber.

„Sænskir jarð­skjálfta­fræðingar segja að mælst hafi mælst titringur af öflugum sprengjum á hafs­botni fyrir austan Borgundar­hólm á Eystra­salti. Tvö göt eru á annarri leiðslunni, eitt á hinni. Skipa- og flug­um­ferð er bönnuð á svæðinu. Þennan sama dag var Baltic Pipe gas­leiðslan opnuð frá Noregi til Pól­lands. Pól­verjar eru ekki lengur háðir gas­við­skiptum við Rússa. Þá segir í fréttum að Þjóð­verjum hafi tekist mun betur en horfði að tryggja sér gas fyrir veturinn, 90% af geymslu­rými þeirra sé fullt. Gas­verð var tekið að lækka í Evrópu.“

„Einn frétta­skýrandi sagði at­burða­rásina minna á upp­haf Bond-myndar. Skemmdar­verk væri unnið í haf­djúpunum á gas­leiðslum sem við venju­legar að­stæður ættu að tryggja orku­öryggi á megin­landi Evrópu. Ná­granna­þjóðir segðu að leiðslurnar hafi verið sprengdar af á­setningi. Enginn vildi þó játa á sig verknaðinn. Leit hæfist að myrkra­höfðingjanum,“ skrifar Björn.

Mette Frederik­sen, for­sætis­ráð­herra Dana, segir að greini­lega sé um á­setnings­verk að ræða.

„Hún bendir ekki á neinn geranda. Það gerir pólski for­sætis­ráð­herrann hins vega og segir Rússa þarna að verki. Sama segir náinn sam­starfs­maður Úkraínu­for­seta. Danskir sér­fræðingar í öryggis- og varnar­málum hallast einnig ein­dregið að þeirri niður­stöðu að Rússar eigi hlut að máli, mikinn sprengi­kraft hafi þurft til að eyði­leggja leiðslurnar. Dönsku sér­fræðingarnir segja einnig að hafi þetta verið Rússar sé stríðið í Úkraínu komið í „bak­garð Dana,“ skrifar Björn.

„Kenneth Øhlenschlæ­ger Buhl, her­fræðingur og sér­fræðingur í haf­rétti og öryggi á höfunum við For­svar­sakademiet, há­skóla danska hersins, segir við Jyllands-Posten mið­viku­daginn 28. septem­ber að ekki sé unnt að skil­greina at­vikið sem vopnaða árás Rússa á Dan­mörku en hins vegar megi líta á þetta sem í­hlutun um innri mál­efni, gjörning á mörkum að­farar að full­veldi ríkisins og vopnaðrar á­rásar.“

„Þetta er með öðrum orðum dæmi­gerð fjöl­þátta (d. hybrid) stríðs­að­gerð í því skyni að skapa ótta al­mennings við orku­skort á næsta vetri og ofur­hátt orku­verð – draga á þann hátt úr al­mennum stuðningi við Úkraínu­menn og stuðla að sigri Rússa á víg­völlunum þar.

Rússar höfðu þegar skrúfað fyrir gassölu um Nord Stream 1. Nord Stream 2 komst aldrei í gagnið vegna inn­rásarinnar 24. febrúar 2022. Skemmdar­verkið lokar leiðslunum endan­lega. Það er að­gerð í ætt við her­kvaðningu Pútins sem sýnir inni­lokaðan ein­ræðis­herra grípa til ör­væntingar­fullra að­gerða í von um að bjarga eigin skinni. Ein­angrun Pútins eykst hins vegar jafnt og þétt. Næsta skref hans kann að verða enn ör­laga­ríkara – Rússatalið um beitingu kjarna­vopna fær nýtt inn­tak,“ skrifar Björn að lokum.