Björk segir MeT­oo-málin vera orðin bók­halds­at­riði

Björk Guð­munds­dóttir, söng­kona, segir MeT­oo-málin í dag vera orðin að eins­konar bók­halds­at­riði. Það þurfi að skoða hvert mál fyrir sig, meta út frá ýmsum þáttum og ekki sé hægt að „af­lýsa“ eða „ekki af­lýsa“ öllum.

Þetta kemur fram í helgar­við­tali Frétta­blaðsins, þar sem rætt er við Björk.

Í við­tali frá árinu 2015 sagði Björk það nauð­syn­legt að láta karla halda að þeir eigi góðu hug­myndirnar, en síðan eru liðin sjö ár og MeT­oo-hreyfingin breyst síðan þá.

„Maður er svo­lítið um­kringdur fólki sem hugsar eins og maður sjálfur, sem er smá hættu­legt stundum, en ég held að þetta sé samt skref á­fram,“ segir Björk.

Þá segir Björk að MeT­oo um­ræðan hafi orðið svart­hvít og að annað­hvort hafi menn verið englar eða skrímsli.

„Ef MeT­oo at­riði kemur upp á vinnu­stað þá er þetta svona: Já, ókei. Hversu al­var­legt var þetta? Ein­hver fjöru­tíu at­riði sem þarf að greina og vita hvernig á að bregðast við. Ekki alltaf bregðast eins við og ekki alltaf bara kansel eða ekki kansel. Heldur er þetta bara bók­halds­at­riði,“ segir hún.

Björk segist vildi óska þess að hún gæti hringt í #Met­oo lögguna. „Og hún myndi bara sjá um öll þessi mál. En sá lúxus er ekki í boði. Við verðum sjálf að setjast niður með kaffi­bolla og leysa úr þessu, mál fyrir mál fyrir mál. Og þannig þroskast saman í rétta átt,“ segir hún. „Þannig að stutta svarið er, á það heila er þetta að fara í rétta átt. Það verður bak­slag þegar risa­eðlan sveiflar halanum. En á heildina séð er skipið að snúa í rétta átt.“