Björg­vin Franz: „Kallaðar hórur og druslur þegar þær ganga um hverfið sitt“

„Ég reyni að vera dug­legur að minna mín börn á að við erum alls­konar og við verðum að sýna hvert öðru virðingu, þolin­mæði og til­lits­semi,“ segir Björg­vin Franz Gísla­son leikari.

Björg­vin skrifaði hug­vekju í Face­book-hóp íbúa á Völlunum í Hafnar­firði en færsla sem þar birtist í gær­kvöldi vakti tals­verða at­hygli. Þar sagði íbúi frá því að ungur drengur hafi verið eltur af eldri strákum á vél­hjóli. Strákurinn kastaði sér yfir girðinu og leitaði skjóls hjá í­búanum sem tók hann inn til sín og leyfði honum að jafna sig. Þá er skemmst að minnast um­ræðu um ein­elti í Garða­bæ sem vakið hefur at­hygli.

Í færslu sinni á Face­book segir Björg­vin Franz:

„Hæ kæru í­búar! Í fram­haldi af þessu skelfi­lega máli sem kom upp í gær hjá okkur á Eski­völlum sem og þeirri frá­bæru sam­stöðu sem við sýndum í gær á­samt ný­legri um­ræðu um ein­elti langar mig að ræða um virðingu barnanna okkar hvort fyrir öðru. Dóttir mín og vin­konur hennar verða í­trekað fyrir því að vera kallaðar hórur eða druslur þegar þær ganga um hverfið sitt.“

Björg­vin segir að á þessu hafi farið að bera síðasta vetur en aukist eftir að þær fóru að prófa sig á­fram með öðru­vísi klæða­burð. Þær séu jú að verða ung­lingar og því við­búið að þær vilji reyna eitt­hvað nýtt.

„Ég hef rætt þetta við kennarana þeirra sem hafa verið mjög ötular að setjast niður með drengjunum (yfir­leitt eru þetta drengir því miður) og í­treka við þá að svona líðist ekki. Ég reyni að vera dug­legur að minna mín börn á að við erum alls­konar og við verðum að sýna hvert öðru virðingu, þolin­mæði og til­lits­semi,“ segir Björg­vin meðal annars og bætir við í at­huga­semdum:

„Við höfum ein­mitt tæki­færi núna til að breyta rétt og hjálpa börnunum okkar og við­horfum þeirra. Við þurfum bara að standa saman.“