Björg Thorarensen prófessor í yfirgripsmiklu viðtali við Jón G. um stjórnarskrármálið

Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, er í yfirgripsmiklu og fróðlegu viðtali í þætti Jóns G. í kvöld.

Svar fæst við spurningunni um hvar nýja stjórnarskráin sé. Hana er hvergi að finna; hún er ekki til. Farið er yfir tillögur stjórnlagaráðs til Alþingis og hina ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar 20. október 2012. Þau ræða frumvarpið sem lagt var fram í kjölfarið í nóvember 2012 og dagaði uppi á Alþingi vegna þess að ekki var meirihluti á þingi fyrir því - en auk þess gerði Feneyjanefndin alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og þar með hugmyndir stjórnlagaráðs.

En hver er þungamiðjan í öllum stjórnarskrám? Hvernig á að breyta og eða skipta um stjórnarskrá? Hvers konar atkvæðagreiðslur eru ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur? Er framsal ríkisvaldsins til alþjóðastofnana orðið of mikið miðað við ramma núverandi stjórnarskrár?

Viðskipti með Jóni G . kl. 20:30 í kvöld.